Barnamenningarhátíð | Lestrarstund með Sleipni

Á Barnamenningarhátíð bíður Borgarbókasafnið og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO yngstu lesendunum í Lestrarstund með Sleipni – lestrarfélaga barnanna, sunnudagana 23. apríl og 30. apríl kl. 14. 
Á lestrarstund í Borgarbókasafninu verður sagan hans Sleipnis, Vetrarævintýri, eftir Gerði Kristnýju og Gunnar Karlsson lesin í bland við aðrar sögur. 

Um Sleipni – lestrarfélaga barnanna
Bókmenntaborgin hefur gert áttfætta goðsagnahestinn Sleipni að sérlegum lestrarfélaga sínum og allra barna. Sleipnir er þeim töfrum gæddur að geta flogið á milli heima og þannig táknmynd ferðalagsins og hugarflugsins sem bóklestur býður okkur upp á. Sleipnir er því enginn venjulegur hestur, hann er í raun tákn skáldskaparins sjálfs, hinn norræni skáldfákur. 
Ótrúleg eru ævintýrin - Myndlistarsýning leikskólabarna á Drafnarsteini 

Leikskólabörn á leikskólanum Drafnarsteini eru fyrstu börnin til að vinna með Vetrarævintýri Sleipnis og hugmyndabankann sem fylgir bókinni. Vinna þeirra byggir á aðferðinni. Ótrúleg eru ævintýrin og tengja þau söguna við aðra vinnu í leikskólanum, málvitund og orðaforða. Afrakstur vinnunnar verður til sýnis á Reykjavíkurtorgi frá 20. apríl og út Barnamenningarhátíð. 

Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir
ingibjorg.osp.ottarsdottir [at] reykjavik.is

----------------
At the Children‘s Culture Festival the City Library will host two Story hours with Sleipnir – children’s reading buddy. The Story hours will be take place on 23 April and 30 April at 2 pm in the Library at Tryggvagata 15. 
The Story hour will take place in Icelandic. 

Sleipnir – your reading buddy
Reykjavík City of Literature has made the mythological horse Sleipnir its special partner. Sleipnir, who is the eight-legged horse of Odin in Norse mythology, can travel freely from one world to another, and is thus symbolic for the mind-travel that we experience through reading. It is safe to say that Sleipnir is no ordinary horse, as he stands for the power of imagination and poetry.

Dagsetning viðburðar: 

sunnudagur, 23. apríl 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

14:00

Viðburður endar: 

15:00