
Grímuleikar | Fjölskyldusmiðja
Borgarbókasafnið | Menningarhús Sólheimum
Laugardag 29. apríl kl.13 -15
Fjölskyldu- og barnadagskrá í samstarfi við Barnamenningarhátíð
Grímur eru forvitnilegar og oft á tíðum dularfullar. Hvað gerist þegar gríma er sett upp? Hvaða persónu hefur gríman að geyma? Gríman á það til að taka völdin og sá sem setur á sig grímu fer að hegða sér í samræmi við útlit grímunnar. Hvaða dularfullu veru langar þig að breytast í?
Í grímusmiðjunni færð þú tækifæri til að líta inn á við og komast í samband við tilfinningar þínar; gleði, reiði, sorg eða hræðslu. Efniviðurinn í grímurnar er endurunninn eða sóttur í garð og fjöru og tengir okkur við náttúruna sem vaknar af vetrarsvefninum á þessum tíma.
Smiðjustjóri: Ingibjörg Huld Halldórsdóttir, myndlistarmaður
Nánari upplýsingar veitir:
Kristín Þóra Guðbjartsdóttir
Verkefnastjóri sýninga og viðburða
Sími: 411 6187 og 692 1733
kristin.thora.gudbjartsdottir [at] reykjavik.is