Barnamenningarhátíð | Café Lingua | Bókagerð

Ós Pressan

Komdu að búa til bók! - á þínu tungumáli

Borgarbókasafnið | Menningarhús Kringlunni
Laugardag 29. apríl kl.14 -16

Café Lingua fyrir alla fjölskylduna í samstarfi við Barnamenningarhátíð og Ós Pressuna.

Smiðja í bókagerð með náttúruna efst í huga. Hvernig getum við tengt tungumál og náttúru saman við bókagerð? Hvað er bók? Úr hverju eru bækur? Hvað er inni í bókum? Getum við búið til bók sem er eins og blóm eða uppáhaldsdýrið okkar í laginu? Hvernig segjum við og skrifum t.d. blóm á hinum ýmsu tungumálum? 

Efniviðurinn í bækurnar er eitt og annað sem iðulega lendir í ruslinu en hægt er að endurvinna og nýta í bókagerð eins og til dæmis eggjabakkar, gjafapappír, pappakassar og borðar/bönd.

Umsjón með smiðju: Anna Valdís Kro frá Ós Pressunni. 

Sjá heildardagskrá Barnamenningarhátíðar

Sá nánar um Café Lingua - lifandi tungumál.

Nánari upplýsingar veitir:

Kristín R. Vilhjálmsdóttir, verkefnastjóri fjölmenningar

kristin.r.vilhjalmsdottir [at] reykjavik.is, s: 6181420

 

Dagsetning viðburðar: 

Laugardagur, 29. apríl 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

14:00

Viðburður endar: 

16:00