Bókasafnið í Norðlingaskóla lokar um áramót

  • Norðlingaholtskóli

Nú hefur verið ákveðið að þeirri tilraun að hafa bókasafnið í Norðlingaskóla opið almenningi verði ekki framhaldið frá og með næstu áramótum. Það var ánægjulegt að taka þátt í tilrauninni og samstarfið við Norðlingaskóla hefur verið einstaklega gott, en reksturinn hinsvegar ekki nógu hagkvæmur.

Bókabíllinn mun hinsvegar verða áfram í Norðlingaholtinu og verður hann við Brautarholt á miðvikudögum milli kl. 13.30-14 og við Norðlingaskóla á þriðjudögum milli 17.45-18.15. 

Við þökkum samveruna og óskum öllum gleðilegra jóla.