Bókaræman er örmyndakeppni um bækur fyrir 13-20 ára

Bókaræman er örmyndakeppni þar sem þátttakendur senda inn stutt myndband um eina bók. Það eina sem þarf að gera er að sendu inn stutt myndband (30 til 90 sekúndur) um uppáhaldsbókina þína - eða jafnvel leiðinlegustu bók sem þú hefur lesið eða bara bókina sem þú last síðast. Þú velur bókina og aðferðin er frjáls! Þú getur gert leikþátt, viðtal, söng, dans, rapp, grín eða bara hvað sem þér dettur í hug.

Sjá auglýsinguna hér.

villi_nagl_mynd2.jpg

Leiðbeiningar fyrir þátttakendur

  • Myndbandið á að vera 30 til 90 sekúndur að lengd.
  • Myndbandið verður að fjalla um bók (eða bækur) sem þátttakendur hafa lesið.
  • ​Efnistök frjáls að öðru leyti en að taka þarf fram titil bókar. 
  • Þátttakendur verða að vera á aldrinum 13-20 ára.
  • Það mega vera margir þátttakendur um hvert myndband, en þá verða vinningshafar að skipta með sér verðlaununum.

Skilafrestur er 12. nóvember. Verðlaunaafhending fer fram 23. nóvember kl. 17 í Bíó Paradís þar sem tilkynnt verður um vinnningshafa. Í dómnefnd sitja Stefán Máni rithöfundur, Hafsteinn Vilhelmsson leikari og Sunna Björk Þórarinsdóttir starfsmaður Borgarbókasafnsins.

Hér neðst á síðunni er innsendingarform til þess að senda myndband í keppnina. Sendu póst á bokaraeman [at] gmail.com ef þú hefur einhverjar spurningar.

Verðlaunin eru frá eftirfarandi fyrirtækjum  

• Bókabeitan, veglegur bókapakki 
• Nýherji, Lenovo spjaldtölvu
• Nexus, 3 gjafabréf 
• Hamborgarabúllan,  máltíðir fyrir 6 
• Myndform gefur 6 bíómiða 
 

Senda inn myndband 

Nánari upplýsingar veitir:
Ásta Halldóra Ólafsdóttir
asta.halldora.olafsdottir [at] reykjavik.is
Sími: 411 6230 

Bokabeitan-logo.jpgnexus.jpgnyherji_borgarbs.jpghamborgarabullan-logo.jpgmyndform_borgarbs.jpg