Bókakaffi | Rætur og vængir

Mazen Maarouf, Ana Stanicevic, Bókakaffi, Borgarbókasafnið Menningarhús Gerðubergi, Rætur og vængir

Bókakaffi | Rætur og vængir í íslensku bókmenntalífi

Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi
Miðvikudag 28. febrúar kl. 20 - 22

Ana Stanicevic og Mazen Maarouf spjalla um íslenskt bókmenntalíf frá sjónarhóli aðkomufólks og -höfunda. Eftir hlé lesa þau úr verkum sínum, ásamt fleiri aðkomuhöfundum á Íslandi. Viðburðurinn fer fram á bæði íslensku og ensku. Ana Stanicevic er serbneskur þýðandi og ljóðskáld, doktorsnemi í menningarfræðum við Háskóla Íslands, auk þess sem hún kennir erlendum nemendum við skólann íslensku. Mazen Maarouf er palestínsk-íslenskur höfundur og ljóðskáld. Hann kom til Íslands árið 2011 vegum ICORN (International Cities of Refuge Network) og hlaut íslenskan ríkisborgararétt árið 2013. Eftir umræður lesa skáldin Virginia Gillard, Elena Ilkova, Randi W. Stebbins og Helen Cova sömuleiðis upp úr verkum sínum. Viðburðurinn fer fram á íslensku og ensku. 

Kaffikvöld eru röð viðburða á miðvikudagskvöldum í Menningarhúsi Gerðubergi. Bókakaffi er haldið fjórða miðvikudagskvöld í mánuði. Þema Bókakaffis á vormisseri 2018 er fjölmenning, í tilefni af tíu ára afmæli fjölmenningarstarfs Borgarbókasafnsins. Af sama tilefni stendur safnið fyrir ráðstefnunni Rætur og vængir í maí 2018. 

Aðra dagskrá á Bókakaffi á vormisseri 2018 má kynna sér hér

Nánari upplýsingar veitir:

Sunna Dís Másdóttir, verkefnastjóri
sunna.dis.masdottir [at] reykjavik.is
s. 411 6109 og 699 3936

Dagsetning viðburðar: 

Miðvikudagur, 28. febrúar 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

20:00

Viðburður endar: 

22:00