Bækur

Í Borgarbókasafni er lagður metnaður í að bókakostur safnsins þjóni breiðum hópi notenda safnsins. Við val á safngögnum er einkum miðað við að almenningur á öllum aldri eigi greiðan aðgang að vönduðum og fjölbreyttum safnkosti bæði hvað varðar form og innihald og að safnkosturinn uppfylli óskir og þarfir viðskiptavina.

Við val á bókakostinum eru eftirfarandi atriði einnig höfð að leiðarljósi:

  • að stuðla að símenntun
  • að örva lestraráhuga
  • að efla íslenska tungu
  • að safnkostur á erlendum tungumálum sé á boðstólum
  • að kynna fólki af erlendum uppruna íslenska menningu og Íslendingum menningu annarra þjóða, að efla gagnkvæman skilning milli mismunandi þjóðfélagshópa og að jafnrétti kynja og menningarhópa sé virt
  • að stærstur hluti safnkostsins sé til útláns en aðstaða sé í safninu til að nýta annað efni t.d. á netinu
  • að fylgjast náið með framþróun raf- og stafrænnar útgáfu og leitast við að bjóða viðskiptavinum Borgarbókasafns uppá miðlun slíks efnis. Borgarbókasafn tekur virkan þátt í verkefni um landsaðgang að gagnasöfnum og rafrænum tímaritum hvar.is en jafnframt verður  unnið að frekari stefnumótun í uppbyggingu safnkosts Borgarbókasafns á þessu sviði.

Líkt og annan safnkost er hægt að fá bækur sendar milli safna Borgarbókasafns.

Hægt er að fletta upp á leitir.is til að athuga hvort tiltekin bók eða rit sé til í Borgarbókasafni. Ef svo er ekki er hægt að senda tillögu um að efnið verði keypt á safnið hér til hægri.