Bára Blöndal og demanturinn | Myndasögusýning

Kristján Jón Guðnason, Borgarbókasafnið Menningarhús Grófinni, myndasögusýning, myndasögudeild

Bára Blöndal og demanturinn | Myndasögusýning

Borgarbókasafnið Menningarhús Grófinni, föstudaginn 1. september - 28. nóvember 2017

Kristján Jón Guðnason opnar sýninguna Bára Blöndal og demanturinn í myndasögudeild Borgarbókasafnsins í Grófinni, föstudaginn 1. september. 

Kristján er fæddur 6. mars 1943 í Reykjavík. Hann stundaði nám við Handíða- og myndlistarskólann 1961-1964 og við Statens håndverks- og kunstindustriskole í Osló 1965-1967. Kristján fór fyrst að gera myndasögur upp úr 1980 og gaf út sína fyrstu sögu, Ólýsanleg pláneta, um 1994. Síðustliðin tíu ár hefur hann gefið út á annan tug bóka, margt af því myndasögur. Árið 2014 gaf Froskur útgáfa út Lífsþorsta.

Sýningarrýmið í myndasögudeild Borgarbókasafnsins í Grófinni er óhefðbundið og markmið sýninga þar er að vekja athygli á íslenskum myndasöguhöfundum og verkum þeirra. Að auki er hið hefðbundna bókasafnsrými myndasögudeildarinnar gert meira lifandi með því að hafa þar reglulegar myndasögusýningar.

Umsjón:

Droplaug Benediktsdóttir, verkefnastjóri, droplaug.benediktsdottir [at] reykjavik.is, s. 411 6124 

Dagsetning viðburðar: 

Föstudagur, 1. september 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

16:00

Viðburður endar: 

17:00