Arnar Heiðmar - myndasögur | 5.1.-26.2.

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
5. janúar – 26. febrúar 2018

Á sýningunni verða myndasögur sem listamaðurinn hefur unnið að bæði sem myndasöguhöfundur og ritstjóri með listamönnum á undanförnum árum. Þar sem allir textar verkanna eru á ensku var ákveðið að yfirskrift sýningarinnar endurspeglaði það og er hún því jafnframt á ensku.

Yfirskriftin Here and Back Again á rætur að rekja til upphafs ferils listamannsins, en hann hófst einmitt í Grófinni árið 2013 þegar hann tók þátt í myndasögusamkeppni með Elizabeth Katrín Mason. Á þessum fjórum árum sem liðin eru hefur listamaðurinn unnið með fyrirtækjum, útgefendum og listamönnum.

„Áhugi minn á  myndasögum snýr einkum að því að sjá hvernig myndirnar geta bætt við sjálfa frásögnina, t.d. þegar kemur að því að lýsa tilfinningum sögupersóna. Í því hafa áhrifavaldar mínir verið myndasöguhöfundar á borð við Neil Gaiman auk þess sem myndasögudeildir Borgarbókasafnsins veittu mér innblástur sem ungum manni.“

Fésbókarsíða  Arnars Heiðmars

Sýningin er opin mánudaga - fimmtudaga 10-19, föstudaga 11-19 og um helgar 13-17.

Nánari upplýsingar veitir:
Ninna Margrét Þórarinsdóttir
ninna.margret.thorarinsdottir [at] reykjavik.is
411-6124

Dagsetning viðburðar: 

mánudagur, 26. febrúar 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

10:00

Viðburður endar: 

19:00