Allar fréttir

Rétt í þessu voru úrslit Bókaræmunnar 2018 tilkynnt í Bíó Paradís. Var það hún Karolina Irena Niton sem bar sigur af hólmi með örmynd sinni IT sem byggð er á bókinni um trúðinn ógnvænlega eftir Stephen King. Karolina er fædd árið 2003 og er 15 ára gömul og fær hún í verðlaun Lenovo spjaldtölvu frá Origo, 8.000 kr. inneign frá Nexus, tvær bækur frá Bókabeituni, hamborgaramáltíð fyrir tvo á Hamborgarabúllunni, bíómiða fyrir tvo frá Laugarásbíói og Bíó Paradís.

Fjölskyldusýningin Skrímslin bjóða heim, sem byggð er á bókum norræna þríeykisins Áslaugar Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal um Stóra skrímslið og Litla skrímslið, er nú á ferð og flugi milli bókasafna í Danmörku. Sýningin var sett upp í menningarhúsi Borgarbókasafnsins í Gerðubergi í haustið 2015, í Norðurlandahúsinu í Færeyjum vorið 2017 og er nú til sýnis í Bókasafni Gentofte í Danmörku.

Ljósmynd: Christoffer Askman
Ljósmynd: Christoffer Askman
Ljósmynd: Christoffer Askman
Ljósmynd: Christoffer Askman
Ljósmynd: Christoffer Askman
Ljósmynd: Christoffer Askman
Ljósmynd: Christoffer Askman

Í tilefni af kvennafrídeginum höfum við fengið listakonuna Ölfu Rós Pétursdóttur til liðs við okkur og munum hengja upp verk eftir hana í Grófinni. Um er að ræða heklað verk sem kallast Kvennaþing og tengist femínískri baráttu og byltingum samtímans. 

Alfa Rós

Nú standa yfir hverfakosningar og borgarbúum er boðið að fá aðstoð á bókasöfnunum við að nálgast Íslykil og komast í tölvu til að kjósa.

Gestum býðst að nota aðstöðu til að kjósa á öllum söfnunum og þeim gestum sem vantar aðstoð við að fá Íslykil geta fengið hjálp frá starfsfólki Borgarbókasafnsins á opnunartíma Þjóðskrá sem er til kl. 15:00 alla virka daga.

Öll sex menningarhús okkar veita þessa þjónustu. Kíkið endilega við og takið þátt í að móta ykkar hverfi!

Mitthverfi

Heimsálfar - sögustundir á ýmsum tungumálum

Borgarbókasafnið langar að bjóða áhugasömum að vera með sögustund fyrir börn og fjölskyldur þeirra á sínu móðurmáli. 

Skráning og nánari upplýsingar:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir
ingibjorg.osp.ottarsdottir [at] reykjavik.is
s. 411-6100

arabiskir-tofrar

Við fögnum því að nýtt kynningarmyndband fyrir Borgarbókasafnið er loksins komið á alnetið! Myndbandið leggur áherslu á aðstöðu, safnkost og viðburði og sýnir bæði þá skemmtun og þær notalegu stundir sem safnið hefur upp á að bjóða. 

Borgarbókasafnið er öllum opið og við tökum vel á móti ykkur! 

Myndbandið var unnið með Tjarnargötunni og von er á útgáfum á fleiri tungumálum von bráðar.

Hin stórskemmtilega sýning sem flestir ættu að þekkja, með myndskreytingum úr íslenskum barnabókum, er lögð af stað til Akraness. Næsti viðkomustaður er Bókasafnið Akranesi og kemur hún beint frá bókasafninu í Menningarmiðstöð Hornafjarðar. 

Þetta vilja börnin sjá

Nú er fyrsti september á morgun og veðrið formlega búið að bjóða haustinu í heimsókn í Reykjavík! Við vekjum því athygli á breyttum opnunartímum sem taka gildi á morgun, 1. september.

Grófin

Mánudaga-fimmtudaga 10-19
Föstudaga 11-19
Laugardaga og sunnudaga 13-17

Sólheimar

Mánudaga-fimmtudaga 10-19
Föstudaga 11-18
Laugardaga 10-15

Spöng

Mánudaga-fimmtudaga 10-19
Föstudaga 11-19
Laugardaga 12-16

Haust

Bókasafnsdagurinn verður haldin hátíðlegur 7. sept. n.k. Sem fyrr er markmið dagsins að vekja athygli á mikilvægi bókasafna í samfélaginu ásamt því að vera dagur starfsmanna.

Slagorð dagsins að þessu sinni er Lestur er bestur – fyrir vísindin. Því verður vakin athygli á safnkosti bókasafna sem fjallar um hinn fjölbreytta fræðaflokk sem eru vísindi.

Í framhaldi af því má velta fyrir sér hvað eru vísindi ? https://www.visindavefur.is/svar.php?id=609.

Bókasafnsdagurinn

Vilt þú vinna með okkur? 

Ert þú með skjalamálin á hreinu? Borgarbókasafnið auglýsir eftir verkefnastjóra skjalamála. Verkefnastjóri skjalamála hefur yfirumsjón með skjalamálum í umboði borgarbókavarðar og leiðir vinnu varðandi skjalamál Borgarbókasafns. Hann sér um og ber ábyrgð á að verkferlar á þessu sviði séu skilgreindir, samræmdir og þeim fylgt eftir innan safnsins. Verkefnastjóri tekur virkan þátt í framkvæmd og þróun verkefna er tengjast stefnumótun Borgarbókasafnsins og því breytingaferli sem almenningsbókasöfn ganga nú í gegnum.