Allar fréttir

Borgarbókasafnið í Grófinni komið í HM búning

Sýnum alla leiki HM í knattspyrnu sem fram fara á opnunartíma safnsins

Nú er heimsmeistarakeppni karla í knattspyrnu að hefjast eins og við búin að koma okkur í fótboltagírinn! Á 5. hæð í menningarhúsi Grófinni verða sýndir leikir í beinni frá mótinu á hverjum degi frá 14. júní til 15. júlí!

gbg12463.jpg

Kamesið er komið í HM búninginn – eða réttara sagt er HM búningurinn kominn í Kamesið!

Kames í HM búningi

Þá er loksins komið sumar og opnunartíminn tekur mið af því frá og með 1. júní! Kíkið á ykkar menningarhús og sjáið nýja opnunartíma hér að neðan.

 

Grófin

Mán.-fim. 10-19
Föstudaga 11-18
Laugardaga og sunnudaga 13-17

Kringlusafn

Mán.-fim. 10-18.30
Föstudaga 11-18.30
Laugardaga 13-17

Sólheimasafn

Mán.-fim. 10-18
Fös. 11-18

Gerðuberg

Mán.-fim. 10-18
Föstudaga 11-18

Spöngin

Sumaropnunartími

Sögubíllinn Æringi er 10 ára gamall í ár. Af því tilefni munum við fagna þessum áfanga með ýmsum uppákomum vikuna 28. maí - 3. júní.  Í Borgarbókasafninu Grófinni og í Spönginni verða sýningar þar sem farið verður yfir starfsemi Æringja í máli og myndum þessi 10 ár.

Afmælisdagskráin

Mánudagurinn 28. maí kl. 09:30

Í Spönginni opnar sýning um sögu Æringja en þar verða einnig myndabækur um Sólu sögukonu sem börn í 1. og 2. bekk Ingunnarskóla hafa skreytt og skrifað, bæði á veggjum og í möppum.

Æringi í Fjölskyldugarðinum

Nú er sólin komin hátt á loft og fuglarnir farnir að syngja sem þýðir bara eitt: Sumarsmiðjur Borgarbókasafnsins eru að hefjast! Á hverju ári heldur Borgarbókasafnið frí námskeið í menningarhúsum sínum um alla borg fyrir börn og unglinga í sumarfríi. Nú er um að gera að virkja börnin á skemmtilegan og skapandi hátt því smiðjurnar í ár eru afskaplega fjölbreyttar. Allir krakkar ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Smellið hér til að kynna ykkur fjölbreytt framboð á skemmtilegum smiðjum í sumar...

Lokað verður í öllum menningarhúsum Borgarbókasafnsins á hvítasunnu, 20. maí, og annan í hvítasunnu, 21. maí. 

Við opnum aftur hress og kát á þriðjudaginn!

Líkt og mörg verkefni Borgarbókasafnsins sem tengjast fjölmenningarstarfi fagnar verkefnið Menningarmót – Fljúgandi teppi tíu ára afmæli í ár. Verkefnið gengur út á það að varpa ljósi á styrkleika og fjölbreytta menningarheima þátttakenda og eiga mótin í flestum tilfellum heima í kennslustofum í leik-, grunn- og framhaldsskólum í borginni. Þá fá þátttakendur tækifæri til að hittast og kynna sína persónulegu menningu í hvetjandi umhverfi.

img_9069.jpg
Menningarmót í Fellaskóla 8. maí

Menningarmót

Laus er til umsóknar 100% staða háskólamenntaðs starfsmanns við Borgarbókasafnið Gerðubergi. Háskólamenntaðir starfsmenn hafa umsjón með ýmsum verkefnum á sviði safnsins og sinna þjónustu við notendur Borgarbókasafns.

Helstu verkefni og ábyrgð:

Umsjón með Tilraunaverkstæði og áframhaldandi vinna við uppbyggingu þess. Upplýsingaþjónusta, afgreiðsla, umsýsla safnkosts og önnur verkefni s.s. tengd viðburðum. Starfsmenn skipta með sér kvöld- og helgarvöktum.

Bokasafn

Á laugardaginn kl. 15:00  var tilkynnt um sigurvegara Myndasögusamkeppninnar sem Borgarbókasafnið stóð að í samvinnu við Myndlistaskólann í Reykjavík og Nexus. Opnaði þá um leið sýning á völdum myndasögum sem sendar voru í keppnina og stendur sú sýning til 27. maí. 

Sigurvegari:
Erna Mist Pétursdóttir

Viðurkenningar:
Emil Logi Heimisson
Loftur Snær Orrason og Tómas Funi Guðbjörnsson
Una Björk Guðmundsdóttir

Erna Mist Pétursdóttir

Lokað er í öllum söfnum Borgarbókasafnsins á uppstigningadag, fimmtudaginn 10. maí. Við opnum aftur hress og kát föstudaginn 11. maí!

Laus er til umsóknar 100% staða háskólamenntaðs starfsmanns við Borgarbókasafnið Gerðubergi.  Háskólamenntaðir starfsmenn hafa umsjón með ýmsum verkefnum á sviði safnsins og sinna þjónustu við notendur Borgarbókasafns.

Helstu verkefni og ábyrgð:

Umsjón með Tilraunaverkstæði  og áframhaldandi vinna við uppbyggingu þess. Upplýsingaþjónusta, afgreiðsla, umsýsla safnkosts og önnur verkefni s.s. tengd viðburðum. Starfsmenn skipta með sér kvöld- og helgarvöktum.

Tilraunaverkstæðið í Gerðubergi
Tilraunaverkstæðið í Gerðubergi