Allar fréttir

Lokað er í öllum söfnum Borgarbókasafnsins á uppstigningadag, fimmtudaginn 10. maí. Við opnum aftur hress og kát föstudaginn 11. maí!

Laus er til umsóknar 100% staða háskólamenntaðs starfsmanns við Borgarbókasafnið Gerðubergi.  Háskólamenntaðir starfsmenn hafa umsjón með ýmsum verkefnum á sviði safnsins og sinna þjónustu við notendur Borgarbókasafns.

Helstu verkefni og ábyrgð:

Umsjón með Tilraunaverkstæði  og áframhaldandi vinna við uppbyggingu þess. Upplýsingaþjónusta, afgreiðsla, umsýsla safnkosts og önnur verkefni s.s. tengd viðburðum. Starfsmenn skipta með sér kvöld- og helgarvöktum.

Tilraunaverkstæðið í Gerðubergi
Tilraunaverkstæðið í Gerðubergi

Verkefni Borgarbókasafnsins og Reykjavíkurdeildar Rauða krossins, Heilahristingur, fagnar 10 ára afmæli í ár! Þar geta nemendur í 4.-10. bekk geta fengið aðstoð við heimanám frá sjálfboðaliðum Rauða krossins. Um 70 börn nýta sér aðstoðina vikulega og fer hún fram í menningarhúsum Borgarbókasafnsins í Kringlunni, Gerðubergi og Árbæ. Hugmyndin er að koma í veg fyrir brottfall úr námi og að bókasöfnin verði heimavöllur nemendanna. Á undanförnum árum hafa fleiri bókasöfn á landinu bæst við leikinn og geta nemendur nú fengið heimanámsaðstoð m.a.

Heilahristingur
01.05.2018

Gleðilegan 1. maí!

Að sjálfsögðu er lokað í öllum menningarhúsum okkar í dag en þau ykkar sem þyrstir ennþá í réttlæti á morgun geta komið til okkar og flett í eða hlustað á einhver af þeim mörgu verkalýðstengdu gögnum sem safnið hefur upp á að bjóða!

Sjáumst hress á miðvikudaginn!

mai

Skemmtilegasta verðlaunahátíð landsins verður haldin í Hörpu á lokadegi barnamenningarhátíðar

SÖGUR – verðlaunahátíð barnanna fer fram í Eldborg sunnudaginn 22. apríl kl. 19.30. Á þessum stórviðburði í anda Kids’ Choice Awards verðlauna íslensk börn allt það sem þeim finnst standa upp úr í menningarlífinu. Þetta er verðlaunahátíð eins og börn vilja sjá hana, fyndin og fjörug – og langar ræður eru stranglega bannaðar.

Vika bókarinnar

20. – 26. apríl 2018 í Borgarbókasafninu

Vika bókarinnar

Borgarbókasafnið verður opið í Grófinni á sumardaginn fyrsta, 19. apríl 2018, frá 13:00-17:00. 

Öll önnur söfn verða lokuð þann dag en taka vel á móti ykkur á föstudaginn.

Gleðilegt sumar!

Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 2018 koma í hlut Kristínar Helgu Gunnarsdóttur fyrir bókina Vertu ósýnilegur, Magneu J. Matthíasdóttur fyrir þýðingu á bókinni Kvöldsögur fyrir uppreisnargjarnar stelpur og Ránar Flygenring fyrir myndskreytingar í bókinni Fuglar. Á næsta ári verða jafnframt veitt verðlaun í nafni Guðrúnar Helgadóttur fyrir óbirt handrit að barna- og unglingabók.

Handhafar Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2018; Kristín Helga Gunnarsdóttir, Magnea J. Matthíasdóttir og Hjörleifur Hjartarson sem tók við verðlaununum fyrir hönd Ránar Flygenring.
Nemendur í Suzuki-tónlistarskólanum léku við athöfnina.
Verðlaunahafar ásamt borgarstjóra, Brynhildur Björnsdóttur formanni dómnefndar og Maríu Rán og Hjörleifi Hjartsyni sem tóku við verðlaununum fyrir hönd Ránar Flygenring.
Guðrún Helgadóttir borgarlistamaður ásamt Kristínu Helgu Gunnarsdóttur rithöfundi

Menningarhús Spönginni, vorið 2018

Skilafrestur: 14. maí

Borgarbókasafnið í Spönginni stendur fyrir ljósmyndasamkeppni meðal íbúa Grafarvogs. Keppnin er fyrir fólk á öllum aldri, það eina sem þú þarft er myndavél af einhverju tagi, hvort sem það er myndavél í símanum, í spjaldtölvunni eða myndavél upp á gamla mátann.

ljosmyndakeppni

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófin

Skilafrestur: 30. apríl

Blundar listamaður í þér? Myndasögusamkeppni Borgarbókasafnsins og Myndlistaskólans í Reykjavík verður haldin í samstarfi við Nexus í ár! Verðlaun verða í boði fyrir þrjár bestu sögurnar og verður sýning haldin með völdum sögum sem stendur yfir í mánuð í Borgarbókasafninu, Grófinni. 

Um keppnina
Þema: Kynjaverur
Aldurstakmark: 10-20 ára
Hámarkslengd: 2x A4 eða 1x A3
Aðferð: Frjáls

myndasogusamkeppni