Allar fréttir

Sýningin Borgarbókasafnsins í Gerðubergi Þetta vilja börnin sjá! verður opnuð í Amtsbókasafninu á Akureyri 2. ágúst og stendur hún til 25. ágúst. Frá þessu er greint á fréttavefnum kaffid.is. Þarna verða sýnd myndskreytingar fjölmargra íslenskra listamanna á barnabókum sem komu út síðasta ár.

Sýningin Þetta vilja börnin sjá

Spánýir, sumarvænir og sólarfælnir lestrarpakkar á Rafbókasafninu! Bækur fyrir börn og unglinga af öllu tagi og gomma af glæpasögum sem henta vel fyrir frídaga – ekki síst fríkvöld og regnvotar nætur:

Nýjar barna- og unglingabækur á Rafbókasafninu

Nýjar spennu- og glæpasögur á Rafbókasafninu

 

Í sumar verður opið hús í nýja tilraunaverkstæðinu  í Gerðubergi alla þriðjudaga og fimmtudaga milli kl. 13:00 og 16:00. Við ætlum að fikta saman í Rasberry Pi tölvunum, leika okkur með Little Bits og Makey Makey og prófa okkur áfram með 3D prentarann. 

Engin skráning, eina sem þið þurfið að gera er að mæta með góða skapið og sköpunargleðina! 

Nánari upplýsingar veitir:
Guðrún Baldvinsdóttir
gudrun.baldinsdottir [at] reykjavik.is
Sími: 411 6182 

Sumarfikt í Gerðubergi.

Skortir þig áræðni í bókavali? Viltu víkka sjóndeildarhringinn? Dagarðu uppi í sömu hillunni á bókasafninu? Taktu lestraráskorun Borgarbókasafnsins og kynntu þér nýtt og spennandi lesefni sumarið 2017!  Borgarbókasafnið skorar á lestrarhesta að taka lestraráskorun Borgarbókasafnsins sumarið 2017, Lestu betur! Áskorunin er í tveimur þrepum - fjórar bækur eða átta - svo fólk geti sniðið sér stakk eftir vexti. 

1. þrep:

Við bendum safngestum okkar á að dagana 28. júní - 19. júlí verður fyrsta hæð Grófarinnar lokuð vegna gólfdúkalagningar. Opið verður á öðrum hæðum með eftirfarandi tilfærslum:

Dagblöð verða á 2. hæð.

Safnbúð og Artótekið verða í smækkaðri mynd á 5. hæð.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem af þessu kunna að hljótast en hlökkum til að bjóða ykkur að ganga inn á nýjan gólfdúk á fyrstu hæð.

Hlaðvarp Borgarbókasafnsins er komið í loftið! Í fyrstu þáttaröð hlaðvarpsins er sjónum beint út fyrir borgina og út á land. Í fjórum þáttum kemur starfsfólk Borgarbókasafnsins með tillögur að skemmtilegu, skringilegu og fróðlegu lesefni og öðrum safnkosti sem tengist landshlutunum fjórum á einn eða annan hátt, og spjallar vítt og breitt um bókleg efni. Þættirnir eru kjörnir fyrir ferðalanga sem ætla sér að vera á faraldsfæti um landið í sumar og vilja velja sér lesefni eftir áfangastað. Því hvað gæti verið skemmtilegra en að lesa Jón úr Vör á Patreksfirði? Guðrúnu Evu í Hveragerði?

Í sumar verður opið hús í nýja tilraunaverkstæðinu  í Gerðubergi alla þriðjudaga og fimmtudaga milli kl. 13:00 og 16:00. Við ætlum að fikta saman í Rasberry Pi tölvunum, leika okkur með Little Bits og Makey Makey og prófa okkur áfram með 3D prentarann. 

Engin skráning, eina sem þið þurfið að gera er að mæta með góða skapið og sköpunargleðina! 

Nánari upplýsingar veitir:
Guðrún Baldvinsdóttir
gudrun.baldinsdottir [at] reykjavik.is
Sími: 411 6182 

Sumarfikt í Gerðubergi.

Borgarbókasafnið bendir gestum sínum á að það verður lokað á þjóðhátíðardag Íslendinga, þann 17. júní, um leið og við óskum landsmönnum til hamingju með daginn.

Nú höfum við breytt fréttabréfunum okkar. Tilgangur breytinganna er að auka þjónustu við áskrifendur og koma betur til móts við þarfir þeirra. Helstu breytingar eru þær að Artótekið er ekki lengur með sér fréttabréf, heldur hefur það verið tekið inn í almennt sýningarhald í söfnunum. Viðburðahald fær nú sér fréttabréf og þar verður áfram greint frá uppákomum og viðburðum. Að síðustu viljum við benda áskrifendum okkar á fyrirhugað fréttabréf tileinkað bókmenntum dregst því miður á langinn og biðjum við forláts á því. 

Dagskrá kvöldgangna í Reykjavík hefst fimmtudagskvöldið 15. júní kl. 20, þá leiða þau Einar Ólafsson og Jónína Óskarsdóttir, bókaverðir og skáld, ljóðagöngu um Hólavallagarð. 

Ljóðaganga í Hólavallagarði