Allar fréttir

Ísland mætir Serbíu á Evrópumótinu sem fram fer í Króatíu þessa dagana. Leikurinn fer fram í dag 16. janúar og verður sýndur í Kamesinu á 5. hæðinni í Grófarhúsinu og hefst upphitun 16.45. Það verður svo flautað til leiks 17.15. Heitt á könnunni og allir velkomnir.

Þann 21. janúar næstkomandi opnar sýningin Þetta vilja börnin sjá!, þar sem sýndar eru myndskreytingar úr íslenskum barnabókum sem komu út á árinu 2017. Borgarbókasafnið í Gerðubergi býður börnum í 3. bekk grunnskóla í heimsókn á sýninguna og að taka þátt í skemmtilegri dagskrá í húsinu. 

Frá opnun sýningarinnar Þetta vilja börnin sjá 2017

Laus er til umsóknar tímabundin staða verkefnastjóra kynningar- og markaðsmála til eins árs hjá Borgarbókasafninu.

Borgarbókasafnið hefur markað sér skýra og metnaðarfulla framtíðarsýn og miklar breytingar eru í farvatninu. Ný heimasíða er í smíðum sem opnar á nýjungar í rafrænni þjónustu fyrir gesti safnsins. Viðburða- og sýningarhald í menningarhúsum Borgarbókasafnsins er í sífelldri þróun. Lögð er áhersla á alþýðumenningu, barnamenningu og fjölmenningu, með samveru, upplifun, miðlun og menningarlæsi að leiðarljósi. 

Nú hefur verið ákveðið að þeirri tilraun að hafa bókasafnið í Norðlingaskóla opið almenningi verði ekki framhaldið frá og með næstu áramótum. Það var ánægjulegt að taka þátt í tilrauninni og samstarfið við Norðlingaskóla hefur verið einstaklega gott, en reksturinn hinsvegar ekki nógu hagkvæmur.

Bókabíllinn mun hinsvegar verða áfram í Norðlingaholtinu og verður hann við Brautarholt á miðvikudögum milli kl. 13.30-14 og við Norðlingaskóla á þriðjudögum milli 17.45-18.15. 

Við þökkum samveruna og óskum öllum gleðilegra jóla.

Norðlingaholtskóli

Lítilsháttar breytingar verða á áætlun Höfðingja um áramótin og eru þær með eftirfarandi hætti:

• Ekki verður lengur stoppað  á þriðjudögum við Furugerði og á miðvikudögum við Sporhamra 3.
• Breyting verður á tímasetningu við Þórðarsveig og Bústaðakrikju á þriðjudögum, en frá og með 9. janúar verður Höfðingi kl. 16:30 til 17:15 við Þórðarsveig og kl. 18:30 til 19 við Bústaðakirkju.
• Tveir nýir staðir bætast við í Norðlingaholti og verður Höfðingi við Norðlingaskóla á þriðjudögum kl. 17:30 til 18:15 og við Norðlingabraut 3 á miðvikudögum kl. 13:30 til 14.

Bókabíllinn Höfðingi

24.-26. desember
Lokað í öllum söfnum

27. desember
Lokað í Spönginni

31. des. og 1. jan.
Lokað í öllum söfnum

2. janúar
Lokað í Gerðubergi,
Árbæ og Sólheimum
 
20. og 27. des.
Gerðuberg lokar kl. 18

Að öðru leyti er opið samkvæmt afgreiðslutíma.

Borgarbókasafnið óskar landsmönnum öllum
gleðilegra jóla og friðar og farsældar á nýju ári.

Gleðileg jól.

Almenningsbókasöfn um allt land bjóða nú lánþegum sínum aðgang að Rafbókasafninu sem þýðir að allir landsmenn geta nú fengið aðgang að tæplega 4000 titlum. Rafbókasafnið var opnað þann 30. janúar 2017 og stóð þá einungis lánþegum Borgarbókasafnsins til boða. Fyrsta júní sl. bættust svo 13 aðildarsöfn við og með þessari nýjustu viðbót eru aðildarsöfnin orðin 62 talsins.  

Bókabíllinn verður í jólafríi miðvikudaginn 27. desember og þriðjudaginn 2. janúar til viðbótar lögbundnum frídögum. Að öðru leyti gengur hann samkvæmt áætlun um jólin.

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna - bókmenntaverðlauna kvenna - voru kynntar við hátíðlega athöfn í Borgarbókasafninu Grófinni 5. desember sl. Þrjár bækur eru tilnefndar í flokki: fagurbókmennta; fræðibóka og rita almenns eðlis; og barna- og unglingabókmenntum.

Fagurbókmenntir
Flórída eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur
Slitförin eftir Fríðu Ísberg
Elín, ýmislegt eftir Kristínu Eiríksdóttur

Dómnefnd skipuðu Bergþóra Skarphéðinsdóttir, Guðrún Lára Pétursdóttir og Salka Guðmundsdóttir.

Nemendur í 2. og 3. bekk Borgarhólsskóla á Húsavík voru sérstakir gestir við opnun farandsýningarinnar Þetta vilja börnin sjá 1. desember s.l. Um er að ræða síðasta viðkomustað sýningarinnar þetta árið en hún hefur frá því í mars verið sett upp á Bókasafni Seltjarnarness, Amtsbókasafninu á Akureyri, Sláturhúsinu Egilsstöðum og bókasafninu í Grindavík. Sýningin í Safnahúsinu á Húsavík stendur til 13. janúar 2018.

Sýningin Þetta vilja börnin sjá opnuð á Safnahúsinu á Húsavík
Sýningin Þetta vilja börnin sjá opnuð á Safnahúsinu á Húsavík