Allar fréttir

Dagur aðgengis fyrir alla er hvatningarátak fyrir hreyfihamlaða til að fara út fyrir þægindaramman og prófa eitthvað nýtt. Það getur verið að fara á kaffihús, í bíó, á listasöfn eða einfaldlega á næsta bókasafn. Þessi dagur á upptök sín í Bretlandi og hefur verið haldinn þar síðan 2015.

Á Degi aðgengis fyrir alla hafa jafnt fyrirtæki og stofnanir beint sjónum að sínum aðgengismálum og vakið athygli á því að þau mismuna ekki landsmönnum á grundvelli hreyfihömlunar.

Dagur aðgengis fyrir alla er 11. mars

Því miður þurfum við að aflýsa fyrirhuguðum Sagnakaffi með Valgerði Bjarnadóttur í Gerðubergi 8. sem átti að fara fram 8. mars kl. 20. 

Viðburður verður auglýstur síðar

Bókabíllinn Höfðingi er enn í viðgerð og keyrir því ekki í dag, þriðjudaginn 7. mars.

Bókabíllinn Höfðingi

Tilkynnt var um tilnefndar bækur við hátíðlega athöfn í Gerðubergi miðvikudaginn 1. mars þar sem nú stendur yfir sýningin; Þetta vilja börnin sjá, myndskreytingar úr íslenskum barnabókum sem komu út á árinu 2016.  Tilnefnt var í þremur flokkum, fimm bækur í hverjum; fyrir bestu frumsömdu bókina, best myndskreyttu barnabókina og bestu þýðingu á barnabók sem gefin var út á árinu 2016.

Besta myndskreytta barnabókin á árinu 2016

Tilnefningar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2017
Marta Quental nemandi í Breiðholtsskóla og í Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts lék á saxófón við píanóundirleik

Bókabíllinn Höfðingi gengur ekki í dag, mánudaginn 6. mars, vegna bilunar. 

Bókabíllinn Höfðingi

Lokað verður í öllum söfnum Borgarbókasafns föstudaginn 3. mars vegna málþings starfsmanna. Opið verður um helgina samkvæmt afgreiðslutíma.

Lokað vegna málþings starfsmanna

Vegna ófærðar á Reykjavíkursvæðinu frestum við hádegistónleikum með Nínu Margréti Grímsdóttur og Sigurði Bjarka Gunnarssyni, sem fyrirhugaðir voru í Gerðubergi kl. 13 í dag. Við biðjum gesti að fylgjast með á heimasíðu og facebook en tónleikarnir verða haldnir við fyrsta tækifæri og verður sú dagsetning auglýst vel á miðlum Borgarbókasafnsins. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda gestum okkar.

Um áramótin opnuðu Evelyn Rodriguez og Óli Geir Jóhannesson nýtt kaffihús undir heitinu Cocina Rodrígues í Gerðubergi. Þau bjóða gesti velkomna með bros á vör og reiða fram huggulegar veitingar á degi hverjum fyrir gesti og gangandi. Þau sjá einnig um að þjóna viðskiptavinum hússins og bera fram veitingar fyrir fundar- og ráðstefnugesti. Maturinn er allur heimatilbúinn úr íslensku hráefni en með skemmtilega framandi ívafi því Evelyn á rætur að rekja til Dómíniska lýðveldisins. Óli er líka ansi liðtækur í bakstrinum og ilmurinn af kökunum hans svíkur engan.

Evelyn Rodríguez og Óli Geir Jóhannesson

Farandsýningin Þetta vilja börnin sjá! sem opnuð var í Gerðubergi 22. janúar s.l. fer á flakk um landið eins og hefðin segir til um. Við hvetjum þá sem eru í forsvari fyrir sýningarstöðum á landsbyggðinni að sækja um að fá sýninguna. Á undanförnum árum hefur sýningin verið sett upp á 5-6 stöðum víðsvegar um landið.

Frá opnun sýningarinnar Þetta vilja börnin sjá
Frá opnun sýningarinnar Þetta vilja börnin sjá
Frá opnun sýningarinnar Þetta vilja börnin sjá
Frá opnun sýningarinnar Þetta vilja börnin sjá

Um helgina stendur yfir Vetrarhátíð í Reykjavík og nær hún hámarki á Safnanótt, föstudaginn 3. febrúar. Á bókasafninu ætlum við við að bregða á leik þar sem boðið verður upp á ljósasirkus, ratleiki, draugasögur og laserhörpu og gagnverkan ljósleikvöll. Dagskráin fer fram í Grófinni og Gerðubergi.

Grófin, föstudaginn 3. febrúar (Safnanótt)
18 - 23: Laserhörputónleikar
18 - 19: Ratleikir fyrir börn
18, 18.30 & 19: Draugasögur

Dagskrár Vetrahátíðar í Borgarbókasafninu.