Allar fréttir

25.07.2018

Áfram lestur! er slagorð sumarlestrarátaks íþróttafélagsins Fjölnis í Grafarvogi, í samvinnu við Borgarbókasafnið, menningarhúsinu Spönginni.

Átta valinkunnir liðsmenn og -konur mæla með bókum fyrir börn, unglinga og fullorðna. Ekki spillir að lesa upphátt, börn fyrir fullorðna og fullorðnir fyrir börn!

Fjolnir

Velferðarráðuneytið styrkir Söguhring kvenna um fimm milljónir króna.

Þann 3. júlí undirritaði Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, samkomulag sem felur í sér fimm milljóna króna styrk velferðarráðuneytisins til Söguhrings kvenna. Eins og flestir áhugamenn um bókasafnið vita þá er Söguhringur kvenna samstarfsverkefni Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi (W.O.M.E.N.) og Borgarbókasafnsins.

Söguhringur kvenna

Til sýnis í bókasafninu í Menningarmiðstöð Hornafjarðar til 15. júlí.

Sýningin Þetta vilja börnin sjá! sem var hjá okkur í Gerðubergi er nú komin upp og er til sýnis á Höfn í Hornafirði. Við hvetjum fjölskyldur sem eru að elta sólina og eiga leið framhjá um að kíkja við á bókasafninu og skoða þessar skemmtilegu myndir sem þar er að finna!

Þetta vilja börnin sjá

Allir eiga skilið smá pásu frá vinnunni og ætlar okkar yndislegi bókabíll að skella sér í gott sumarfrí í júlí og ágúst. Höfðingi hefur verið að keyra bækur út um alla borgina í allan vetur og því kominn tími í örlitla pásu. 

Aðdáendur bílsins eiga svo von á nýrri áætlun fyrir næsta vetur og verður hún kynnt betur þegar nær dregur september, en þá hittum við hann aftur í góðum gír!

Bókabíllinn er þotinn í frí

Vilt þú vinna með okkur?

Borgarbókasafnið auglýsir eftir verkefnastjóra miðlunar og sýningarhalds. Verkefnastjóri heyrir undir fræðslu- og miðlunardeild og vinnur þvert á allar starfsstöðvar Borgarbókasafnsins og hefur frumkvæði að og umsjón með sýningarhaldi og hönnun markaðs- og kynningarefnis. Hann ber ábyrgð á sýningarhaldi og tengdum viðburðum og er í samskiptum við listamenn og samstarfsaðila, og sér um hönnun markaðs- og kynningarefnis fyrir prent-, vef- og samfélagsmiðla. 

Sjá nánar á vef Reykjavíkurborgar

15.06.2018

Lokað verður í öllum menningarhúsum Borgarbókasafnsins sunnudaginn 17. júní. En alltaf opið á Rafbókasafninu!

Borgarbókasafnið í Grófinni komið í HM búning

Sýnum alla leiki HM í knattspyrnu sem fram fara á opnunartíma safnsins

Nú er heimsmeistarakeppni karla í knattspyrnu að hefjast eins og við búin að koma okkur í fótboltagírinn! Á 5. hæð í menningarhúsi Grófinni verða sýndir leikir í beinni frá mótinu á hverjum degi frá 14. júní til 15. júlí!

gbg12463.jpg

Kamesið er komið í HM búninginn – eða réttara sagt er HM búningurinn kominn í Kamesið!

Kames í HM búningi

Þá er loksins komið sumar og opnunartíminn tekur mið af því frá og með 1. júní! Kíkið á ykkar menningarhús og sjáið nýja opnunartíma hér að neðan.

 

Grófin

Mán.-fim. 10-19
Föstudaga 11-18
Laugardaga og sunnudaga 13-17

Kringlusafn

Mán.-fim. 10-18.30
Föstudaga 11-18.30
Laugardaga 13-17

Sólheimasafn

Mán.-fim. 10-18
Fös. 11-18

Gerðuberg

Mán.-fim. 10-18
Föstudaga 11-18

Spöngin

Sumaropnunartími

Sögubíllinn Æringi er 10 ára gamall í ár. Af því tilefni munum við fagna þessum áfanga með ýmsum uppákomum vikuna 28. maí - 3. júní.  Í Borgarbókasafninu Grófinni og í Spönginni verða sýningar þar sem farið verður yfir starfsemi Æringja í máli og myndum þessi 10 ár.

Afmælisdagskráin

Mánudagurinn 28. maí kl. 09:30

Í Spönginni opnar sýning um sögu Æringja en þar verða einnig myndabækur um Sólu sögukonu sem börn í 1. og 2. bekk Ingunnarskóla hafa skreytt og skrifað, bæði á veggjum og í möppum.

Æringi í Fjölskyldugarðinum

Nú er sólin komin hátt á loft og fuglarnir farnir að syngja sem þýðir bara eitt: Sumarsmiðjur Borgarbókasafnsins eru að hefjast! Á hverju ári heldur Borgarbókasafnið frí námskeið í menningarhúsum sínum um alla borg fyrir börn og unglinga í sumarfríi. Nú er um að gera að virkja börnin á skemmtilegan og skapandi hátt því smiðjurnar í ár eru afskaplega fjölbreyttar. Allir krakkar ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Smellið hér til að kynna ykkur fjölbreytt framboð á skemmtilegum smiðjum í sumar...