Allar fréttir

Það verður lokað í öllum menningarhúsum Borgarbókasafnsins á uppstigningardag, fimmtudaginn 25. maí.

  

Bækurnar Pabbi prófessor og Dagbók Kidda klaufa: hundaheppni hlutu Bókaverðlaun barnanna sem afhent voru við hátíðlega athöfn á Borgarbókasafninu í Grófinni á sumardaginn fyrsta. Pabbi prófessor er eftir Gunnar Helgason en Dagbók Kidda klaufa er eftir Jeff Kinney og í þýðingu Helga Jónssonar. 

Helgi Jónsson og Gunnar Helgason tóku á móti Bókaverðlaunum barnanna 2017

Bókasafnið í Gerðubergi lokar vegna breytinga mánudaginn, 24. apríl nk.  Safnið opnar aftur að rúmlega fjórum vikum liðnum, eða laugardaginn 27. maí.
Athugið að það er eingöngu bókasafnið sem er lokað, önnur starfsemi í húsinu er óbreytt.

Biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem lokunin kann að valda gestum og bendum þeim á að kynna sér afgreiðslutíma í öðrum söfnum.

 

 

Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar voru afhent í dag við hátíðlega athöfn í Höfða; í flokki frumsaminna barnabóka komu verðlaunin í hlut Ragnheiðar Eyjólfsdóttur fyrir Skuggasögu – Undirheima, en hún er seinni hluti Skuggasögu – Arftakinn sem hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin á árinu 2015. Vaka Helgafell gaf út. Halla Sverrisdóttir hlaut  Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar fyrir þýðingu sína á Innan múranna eftir bandarísku skáldkonuna Nove Ren Suma. Bókaútgáfan Björt gaf bókina út.

Linda Ólafsdóttir, Halla Sverrisdóttir, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Ragnheiður Eyjólfsdóttir við afhendingu Barnabókaverðlauna Reykjavíkur í Höfða

Öll bókasöfn verða lokuð frá fimmtudeginum 13. apríl fram yfir páska. Við opnum aftur þriðjudaginn  18. apríl.

Gleðilega páska.

Verðlaunin eru miði fyrir tvo
á alla stórtónleika Blúshátíðar

Spurt er um gítarleikara.

Blús á bókasafni.

Farandsýningin Skrímslin bjóða heim verður opnuð á Barnamenningarhátíð í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn í Færeyjum 1. apríl n.k. Áslaug Jónsdóttir, sýningarstjóri og Högni Sigurþórsson sýningarhönnuður vinna nú að uppsetningu sýningarinnar í anddyri hússins auk þess sem boðið verður upp á dagskrá í tengslum við sýninguna í svokallaðri Dansistofu.

Högni Sigurþórsson sýningarhönnuður og Áslaug Jónsdóttir sýningarstjóri | Skrímslin bjóða heim

Þann 1. apríl mun áætlun bókabílsins Höfðingja breytast lítillega.
 
Breytingarnar eru eftirfarandi:

Stopp við Álftamýrarskóla á þriðjudögum dettur út

Tímasetning við Bústaðakirkju breytist og mun bíllinn vera þar kl. 18:00 - 19:00 á þriðjudögum

Stopp við Hólmsel á föstudögum dettur út

Nýr viðkomustaður verður við Mjódd á föstudögum kl. 14:15-14:45

Bókabíllin verður 2. og 4. þriðjudag í mánuði við Leikskólann Berg og Klébergsskóla á Kjalarnesi.

Bókabílinn Höfðingi

Þann  1. mars 2017 tók gildi endurskoðaður samningur á milli Borgarbókasafnsins og Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM). Helsta breytingin er sú að SÍM  tekur nú yfir rekstur og bókhald Artóteksins en Borgarbókasafnið sér um hýsingu, kynningu og sýningarhald. Í þessari endurskoðun var farið vel yfir alla samstarfsfleti og verkferla. Samningar milli Artóteks og listamanna og Artóteks og lánþega voru jafnframt endurskoðaðir.

”Hvað er helst í fréttum” er fjölmenningarleg þjónusta sem boðið er upp á í Borgarbókasafninu í Grófinni, sem fer af stað fimmtudaginn 3. mars kl. 17.30. Sigyn og Snæfríður Jónsdætur, sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins, taka á móti áhugasömum gestum og aðstoða þá við að fara yfir helstu fréttir og benda á það sem er í brennidepli hverju sinni. 
Þátttakendum er einnig bent á hvernig hægt er að taka virkan þátt í samfélaginu með því að koma á framfæri greinum og fréttum við íslenska fjölmiðla. 

Hvað er helst í fréttum? Sjálfboðaliðar Rauða krossins