Allar fréttir

Borgarbókasafnið bendir gestum sínum á að það verður lokað á þjóðhátíðardag Íslendinga, þann 17. júní, um leið og við óskum landsmönnum til hamingju með daginn.

Nú höfum við breytt fréttabréfunum okkar. Tilgangur breytinganna er að auka þjónustu við áskrifendur og koma betur til móts við þarfir þeirra. Helstu breytingar eru þær að Artótekið er ekki lengur með sér fréttabréf, heldur hefur það verið tekið inn í almennt sýningarhald í söfnunum. Viðburðahald fær nú sér fréttabréf og þar verður áfram greint frá uppákomum og viðburðum. Að síðustu viljum við benda áskrifendum okkar á fyrirhugað fréttabréf tileinkað bókmenntum dregst því miður á langinn og biðjum við forláts á því. 

Dagskrá kvöldgangna í Reykjavík hefst fimmtudagskvöldið 15. júní kl. 20, þá leiða þau Einar Ólafsson og Jónína Óskarsdóttir, bókaverðir og skáld, ljóðagöngu um Hólavallagarð. 

Ljóðaganga í Hólavallagarði

Kæru gestir! Facebooksíður allra safna Borgarbókasafnsins hafa nú verið sameinaðar í eina. Verið velkomin á nýja síðu - við hlökkum mikið til að tala við ykkur öll á þessum stað!
Upplýsingar um opnunartíma safnanna er að finna í About / Um, eða á heimasíðu safnsins, www.borgarbokasafn.is
Undir viðburðum eða Events á facebook síðunni finnur þú alla viðburði á dagskrá Borgarbókasafnsins og hvar þeir fara fram: í Grófinni, Árbæ, Sólheimum, Spönginni, Gerðubergi eða Kringlunni.

Borgarbókasafnið

Bókabílinn Höfðingi tekur þátt í Breiðholtsfestivali sunnudaginn 11. júní og verður í nágrenni við Ölduselsskóla frá kl. 13-17. Höfundum og bókum, sem tengjast Breiðholtinu, verður gert sérstaklega hátt undir höfði. Sækið Höfðingja heim á sunnudaginn.

Bókabíllinn Höfðingi

Vegna aukinna tölvupóstsárasa undanfarið hefur af öryggisástæðum verið farið þess á leit að tímabundið verði lokað á allar tölvupóstsendingar úr leitir.is. 

Þetta gildir um allar tölvupóstssendingar úr leitir.is, af ‚Mínar síður‘, úr fullri færslu og úr „Hafðu samband“ forminu. 

Framleiðandinn vinnur að því að finna varanlega lausn til að fyrirbyggja spampóstsendingar en þangað til lausn finnst verða tölvupóstssendingar úr leitir.is óvirkar líkt og áður sagði.

Rafbókasafnið var opnað 30. janúar 2017. Hingað til hafa einungis lánþegar Borgarbókasafnsins getað nýtt sér efni á þessu nýja bókasafni en frá og með 1. júní mun þjónustan ná til lánþega þrettán annarra almenningssafna vítt og breitt um landið. Söfnin sem koma inn í Rafbókasafnið að þessu sinni eru:

Amtsbókasafnið á Akureyri

Bókasafn Akraness

Bókasafn Árborgar

Bókasafn Garðabæjar

Bókasafn Hafnarfjarðar

Bókasafn Héraðsbúa

Bókasafn Kópavogs

Bókasafn Mosfellsbæjar

Bókasafn Reykjanesbæjar

Bókasafn Seltjarnarness

„Klassíkin okkar – heimur óperunnar“ er samstarfsverkefni Sinfóníuhljómsveitar Íslands og RÚV þar sem landsmönnum gefst kostur á að móta efnisskrána á fyrstu tónleikum sveitarinnar á næsta starfsári.

Á vefsíðu RÚV getur þú kosið þínar uppáhalds óperuaríur í netkosningu þar sem allir landsmenn geta valið sitt eftirlætisóperuatriði. 42 aríur og atriði taka þátt og þau sem hljóta flest atkvæði fá sinn sess á efnisskránni í haust.

Kosningunni lýkur 17. júní

Það verður lokað í öllum menningarhúsum Borgarbókasafnsins á uppstigningardag, fimmtudaginn 25. maí.

  

Bækurnar Pabbi prófessor og Dagbók Kidda klaufa: hundaheppni hlutu Bókaverðlaun barnanna sem afhent voru við hátíðlega athöfn á Borgarbókasafninu í Grófinni á sumardaginn fyrsta. Pabbi prófessor er eftir Gunnar Helgason en Dagbók Kidda klaufa er eftir Jeff Kinney og í þýðingu Helga Jónssonar. 

Helgi Jónsson og Gunnar Helgason tóku á móti Bókaverðlaunum barnanna 2017