Allar fréttir

Vegna ófærðar á Reykjavíkursvæðinu frestum við hádegistónleikum með Nínu Margréti Grímsdóttur og Sigurði Bjarka Gunnarssyni, sem fyrirhugaðir voru í Gerðubergi kl. 13 í dag. Við biðjum gesti að fylgjast með á heimasíðu og facebook en tónleikarnir verða haldnir við fyrsta tækifæri og verður sú dagsetning auglýst vel á miðlum Borgarbókasafnsins. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda gestum okkar.

Um áramótin opnuðu Evelyn Rodriguez og Óli Geir Jóhannesson nýtt kaffihús undir heitinu Cocina Rodrígues í Gerðubergi. Þau bjóða gesti velkomna með bros á vör og reiða fram huggulegar veitingar á degi hverjum fyrir gesti og gangandi. Þau sjá einnig um að þjóna viðskiptavinum hússins og bera fram veitingar fyrir fundar- og ráðstefnugesti. Maturinn er allur heimatilbúinn úr íslensku hráefni en með skemmtilega framandi ívafi því Evelyn á rætur að rekja til Dómíniska lýðveldisins. Óli er líka ansi liðtækur í bakstrinum og ilmurinn af kökunum hans svíkur engan.

Evelyn Rodríguez og Óli Geir Jóhannesson

Farandsýningin Þetta vilja börnin sjá! sem opnuð var í Gerðubergi 22. janúar s.l. fer á flakk um landið eins og hefðin segir til um. Við hvetjum þá sem eru í forsvari fyrir sýningarstöðum á landsbyggðinni að sækja um að fá sýninguna. Á undanförnum árum hefur sýningin verið sett upp á 5-6 stöðum víðsvegar um landið.

Frá opnun sýningarinnar Þetta vilja börnin sjá
Frá opnun sýningarinnar Þetta vilja börnin sjá
Frá opnun sýningarinnar Þetta vilja börnin sjá
Frá opnun sýningarinnar Þetta vilja börnin sjá

Um helgina stendur yfir Vetrarhátíð í Reykjavík og nær hún hámarki á Safnanótt, föstudaginn 3. febrúar. Á bókasafninu ætlum við við að bregða á leik þar sem boðið verður upp á ljósasirkus, ratleiki, draugasögur og laserhörpu og gagnverkan ljósleikvöll. Dagskráin fer fram í Grófinni og Gerðubergi.

Grófin, föstudaginn 3. febrúar (Safnanótt)
18 - 23: Laserhörputónleikar
18 - 19: Ratleikir fyrir börn
18, 18.30 & 19: Draugasögur

Dagskrár Vetrahátíðar í Borgarbókasafninu.

Tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis 2016 voru kynntar í samstarfi við Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO og Borgarbókasafnið fimmtudaginn 2. febrúar síðastliðinn í Borgarbókasafninu í Grófinni.

Höfundar tilnefndir til viðurkenningar Hagþenkis 2016, auk aðstandenda þeirra sem áttu ekki heimangengt

Borgarbókasafnið hefur hafið útlán raf- og hljóðbóka í samvinnu við Landskerfi bókasafna. Með þessari nýjung geta notendur bókasafnsins nálgast fjölda titla hljóð- og rafbóka á auðveldari hátt en hingað til. Fyrst um sinn verður safnkostur einkum á ensku en vonast er til þess að íslenskir titlar bætist fljótlega við.

Borgarbókasafnið hefur hafið rafræn útlán.

Laugarnesskóli hefur nú bæst við áætlun bókabílsins Höfðingja og verður bókabíllinn því framvegis við Laugarnesskóla á fimmtudögum milli kl. 10 og 10.30. Þetta felur í sér að aðrar tímasetningar á fimmtudagsmorgnum breytast örlítið og verða eftirfarandi: 

Norðurbrún 1:  kl. 10.30 – 11.00  
Hrafnista:       kl. 11.00 – 11.30 
Dalbraut 18:    kl. 11.30 – 12.00

Bókabíllinn Höfðingi

Á Borgarbókasafninu í Grófinni verður sýnt frá leikjum á HM í handbolta 2017. Í HM-stofunni okkar sem staðsett verður í Kamesinu á fimmtu hæð safnsins verður sýnt frá þeim leikjum sem sendir verða út á RÚV og fara fram á afgreiðslutíma safnsins. 

Leikir Íslands í B-riðli sem fara fram á opnunartíma safnsins:

 Ísland - Slóvenía              Laugardaginn 14. janúar kl. 13.15
 Ísland - Túnis                   Sunnudaginn 15. janúar kl. 13.15
 Ísland - Makedónía         Fimmtudaginn 19. janúar kl. 16.15

 

 

HM karla í handbolta 2017 fer fram í Frakklandi.

Barbara er með B.A.-próf í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og mag.art gráðu í samanburðarbókmenntum og norrænum fræðum frá Ludwig-Maximilians háskólanum í München, Þýskalandi auk diplómagráðu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands.

Starfsfólk Borgarbókasafnsins óskar þér og þínum gleðilegra jóla og friðar og farsældar á nýju ári og þakkar samveruna á árinu sem er að líða.

 

Klippimyndina á jólakortið gerði Kristín Arngrímsdóttir myndlistarkona og starfsmaður á Borgarbókasafninu.