Allar fréttir

Þann 1. apríl mun áætlun bókabílsins Höfðingja breytast lítillega.
 
Breytingarnar eru eftirfarandi:

Stopp við Álftamýrarskóla á þriðjudögum dettur út

Tímasetning við Bústaðakirkju breytist og mun bíllinn vera þar kl. 18:00 - 19:00 á þriðjudögum

Stopp við Hólmsel á föstudögum dettur út

Nýr viðkomustaður verður við Mjódd á föstudögum kl. 14:15-14:45

Bókabílinn Höfðingi

Þann  1. mars 2017 tók gildi endurskoðaður samningur á milli Borgarbókasafnsins og Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM). Helsta breytingin er sú að SÍM  tekur nú yfir rekstur og bókhald Artóteksins en Borgarbókasafnið sér um hýsingu, kynningu og sýningarhald. Í þessari endurskoðun var farið vel yfir alla samstarfsfleti og verkferla. Samningar milli Artóteks og listamanna og Artóteks og lánþega voru jafnframt endurskoðaðir.

”Hvað er helst í fréttum” er fjölmenningarleg þjónusta sem boðið er upp á í Borgarbókasafninu í Grófinni, sem fer af stað fimmtudaginn 3. mars kl. 17.30. Sigyn og Snæfríður Jónsdætur, sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins, taka á móti áhugasömum gestum og aðstoða þá við að fara yfir helstu fréttir og benda á það sem er í brennidepli hverju sinni. 
Þátttakendum er einnig bent á hvernig hægt er að taka virkan þátt í samfélaginu með því að koma á framfæri greinum og fréttum við íslenska fjölmiðla. 

Hvað er helst í fréttum? Sjálfboðaliðar Rauða krossins

Dagur aðgengis fyrir alla er hvatningarátak fyrir hreyfihamlaða til að fara út fyrir þægindaramman og prófa eitthvað nýtt. Það getur verið að fara á kaffihús, í bíó, á listasöfn eða einfaldlega á næsta bókasafn. Þessi dagur á upptök sín í Bretlandi og hefur verið haldinn þar síðan 2015.

Á Degi aðgengis fyrir alla hafa jafnt fyrirtæki og stofnanir beint sjónum að sínum aðgengismálum og vakið athygli á því að þau mismuna ekki landsmönnum á grundvelli hreyfihömlunar.

Dagur aðgengis fyrir alla er 11. mars

Því miður þurfum við að aflýsa fyrirhuguðum Sagnakaffi með Valgerði Bjarnadóttur í Gerðubergi 8. sem átti að fara fram 8. mars kl. 20. 

Viðburður verður auglýstur síðar

Bókabíllinn Höfðingi er enn í viðgerð og keyrir því ekki í dag, þriðjudaginn 7. mars.

Bókabíllinn Höfðingi

Tilkynnt var um tilnefndar bækur við hátíðlega athöfn í Gerðubergi miðvikudaginn 1. mars þar sem nú stendur yfir sýningin; Þetta vilja börnin sjá, myndskreytingar úr íslenskum barnabókum sem komu út á árinu 2016.  Tilnefnt var í þremur flokkum, fimm bækur í hverjum; fyrir bestu frumsömdu bókina, best myndskreyttu barnabókina og bestu þýðingu á barnabók sem gefin var út á árinu 2016.

Besta myndskreytta barnabókin á árinu 2016

Tilnefningar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2017
Marta Quental nemandi í Breiðholtsskóla og í Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts lék á saxófón við píanóundirleik

Bókabíllinn Höfðingi gengur ekki í dag, mánudaginn 6. mars, vegna bilunar. 

Bókabíllinn Höfðingi

Lokað verður í öllum söfnum Borgarbókasafns föstudaginn 3. mars vegna málþings starfsmanna. Opið verður um helgina samkvæmt afgreiðslutíma.

Lokað vegna málþings starfsmanna

Vegna ófærðar á Reykjavíkursvæðinu frestum við hádegistónleikum með Nínu Margréti Grímsdóttur og Sigurði Bjarka Gunnarssyni, sem fyrirhugaðir voru í Gerðubergi kl. 13 í dag. Við biðjum gesti að fylgjast með á heimasíðu og facebook en tónleikarnir verða haldnir við fyrsta tækifæri og verður sú dagsetning auglýst vel á miðlum Borgarbókasafnsins. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda gestum okkar.