Aðstaða

Aðstaða fyrir gesti í Grófinni án endurgjalds

Reykjavíkurtorg
Þegar torgið er ekki bókað vegna viðburða er gestum velkomið að tylla sér niður og kíkja í tímarit og bækur, hitta fólk og sinna sínum hugðarefnum. Þráðlaust net í boði.
Ekki þarf að bóka aðstöðu fyrirfram.

Bókatorg
Á torginu er jafnan að hægt að sækja innblástur í nýjustu bækurnar og annað áhugavert efni sem þar er stillt út, gjarnan í tengslum við umræðuna og uppákomur ýmiss konar.