Þetta vilja börnin sjá! | Myndskreytingar - til 5. mars

Þetta vilja börnin sjá! | Myndskreytingar - til 5. mars

Sýning á myndskreytingum í íslenskum barnabókum

Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi
22. janúar - 5. mars 2017

Á sýningunni Þetta vilja börnin sjá! gefur að líta myndskreytingar úr íslenskum barnabókum sem gefnar voru út á árinu 2016. Sýningin hefur verið haldin árlega frá árinu 2003 og gefur jafnan fjölbreytta og áhugaverða innsýn í nýjar, íslenskar barnabókmenntir. 

Alls taka 24 myndskreytar þátt í ár og sýna verk úr 33 bókum. Myndskreytar sem eiga verk á sýningunni í ár eru:

Andri Kjartan Andersen • Ari Hlynur Guðmundsson Yates • Auður Þórhallsdóttir • Bergrún Íris Sævarsdóttir • Brynhildur Jenný Bjarnadóttir • Elín Elísabet Einarsdóttir • Elsa Nielsen • Freydís Kristjánsdóttir • Hafsteinn Hafsteinsson • Halla Sólveig Þorgeirsdóttir • Heiðdís Helgadóttir • Katrín Matthíasdóttir • Kristín Arngrímsdóttir • Kristín Ragna Gunnarsdóttir • Lára Garðarsdóttir • Linda Ólafsdóttir • Lína Rut Wilberg • Logi Jes Kristjánsson • Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir • María Sif Daníelsdóttir • Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson • Sigrún Eldjárn • Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir • Þórir Karl Bragason Celin

Sýningin stendur til 5. mars og verður opin mánudaga - föstudaga frá 9-18 og um helgar frá 13-16.

Að sýningartímabilinu í Gerðubergi loknu gefst landsmönnum víðar en á höfuðborgarsvæðinu tækifæri til að sjá sýninguna því Þetta vilja börnin sjá! er farandsýning og heldur í ferðalag um landið sem stendur yfir allt árið 2017.

Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar

Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar voru veitt í fyrsta sinn 2015 og sameina undir einn hatt Barnabókaverðlaun skóla- og frístundasviðs og Dimmalimm - Íslensku myndskreytiverðlaunin. Verðlaunin eru þrískipt, þ.e. veitt eru verðlaun fyrir bestu frumsömdu íslensku barnabókina, bestu þýðingu á barnabók yfir á íslensku og bestu myndskreytingu á íslenskri barnabók. Tilnefndar verða fimm bækur í hverjum flokki og mun tilnefningarathöfnin fara fram í Borgarbókasafninu í Gerðubergi 1. mars 2017. Borgarstjóri mun síðan afhenda verðlaunin við hátíðlega athöfn í Höfða síðasta vetrardag, miðvikudaginn 19. apríl 2017.

Verðlaunaveitingin og verkefni henni tengd eru unnin í samvinnu skóla- og frístundaráðs og menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar í bókmenntaborginni Reykjavík til að efla enn frekar áhuga barna á bókum og yndislestri. 

Nánari upplýsingar veitir:

Inga María Leifsdóttir, verkefnastjóri
Netfang: inga.maria.leifsdottir [at] reykjavik.is
Sími: 411 6188

Dagsetning viðburðar: 

sunnudagur, 5. mars 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

09:00

Viðburður endar: 

18:00