Útlánareglur

Skírteini

Bókasafnsskírteini eru afgreidd á öllum söfnum Borgarbókasafnsins, gjald er tekið samkvæmt gjaldskrá.

Skírteini Borgarbókasafnsins eru gefin út á einstakling og er óheimilt að nota skírteini annarra. Skírteinin gilda í öllum söfnum og bókabíl Borgarbókasafnsins, í Bókasafni Seltjarnarness og Bókasafni Mosfellsbæjar. Skírteini eru frí fyrir eldri borgara og öryrkja og fyrir börn að 18 ára aldri. Handhafar Menningarkorta fá frí skírteini, sjá nánar um Menningarkort.

Lykilorð

Lánþegar velja sér lykilorð með skírteinum sínum. Lykilorðið er notað í sjálfsafgreiðsluvélunum og til að komast á „mínar síður“ á leitir.is. Þar er hægt að endurnýja safnefni, skoða útlánasögu og panta efni sem er í útláni.

Útlán og skil

Lánstími er mismunandi, bækur eru að jafnaði lánaðar út í 30 daga, tónlist í 2 vikur og kvikmyndir í viku. Hægt er að skila safnefni í öllum söfnum Borgarbókasafns, bókabíl og Bókasafni Seltjarnarness og í Bókasafni Mosfellsbæjar. Endurnýja má lán á safnefni tvisvar ef ekki liggur fyrir pöntun á því, á safninu, á leitir.is eða með símtali á bókasafnið.

Skráðu netfangið þitt

Áminning um skiladag er að jafnaði send til þeirra sem eru með netfang sitt skráð. Vert er þó að benda á að það er alfarið á ábyrgð lánþegans að gögnum sé skilað á réttum tíma. Ef gögnum safnsins er skilað eftir að útlánstími rennur út eru greiddar dagsektir samkvæmt gjaldskrá. Innheimtubréf er sent 30 dögum eftir skiladag. Forráðamenn fá innheimtubréf vegna vanskila barna og unglinga.

Allra ábyrgð og hagur

Það er allra hagur að vel sé farið með safnefnið. Glatist eða skemmist safnefni í vörslu lánþega er það á hans ábyrgð og þarf hann að greiða andvirði þess. Forráðamenn bera ábyrgð á því efni sem börn fá að láni. Borgarbókasafn ber ekki ábyrgð á skemmdum sem myndbönd, mynd- eða geisladiskar í eigu þess geta hugsanlega haft á afspilunartæki utan safnsins.

Borgarbókasafnið er almenningsbókasafn og öllum opið. Verið velkomin á safnið!