Ótrúleg eru ævintýrin | Sýning 20.4-30.4.

Myndlistarsýning leikskólans Drafnarsteins

Myndlistarsýning leikskólabarna á Drafnarsteini

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
Stendur yfir frá 20. - 30. apríl 2017
Formleg opnun sýningarinnar er þriðjudaginn 25. apríl kl. 15.30 - Allir velkomnir!

Sýningin nefnist Ótrúleg eru ævintýrin og eru afrakstur vinnu með söguna Vetrarævintýri Sleipnis eftir Gerði Kristnýju og Gunnar Karlsson sem þau unnu fyrir Bókmenntaborgina fyrir verkefnið Sleipnir, lestrarfélagi barnanna.  

Þetta er ekki fyrsta sagan sem unnin er á þennan hátt á Drafnarsteini. Yfirleitt eru það þjóðsögur og hefst vinnan með söguna sem valin er, í byrjun ársins og stendur yfir fram á vorið.  Í upphafi er útbúið skema þar sem allar helstu greinar eru teknar fyrir og ákveðið er hvernig hver þáttur er unninn.

Ánægjulegast við vinnuna er að börnin koma sífellt með nýjar og skemmtilegar hugmyndir sem halda verkefninu lifandi, þá reynir á leikskólakennarana að vera tilbúnir til að feta nýjar slóðir. Hápunktur starfsins er í október á meðan Lestrarhátíðin stendur yfir og börnin hafa þá unnið markvisst með þema hátíðarinnar. 

Í janúarmánuði á þessu ári var lögð við inn ný þjóðsaga fyrir börnin á Drafnarsteini. Sagan heitir Velvakandi og bræður hans og verður afrakstur þeirrar sögu jafnframt til sýnis.
Sýningin Ótrúleg eru ævintýrin opnar á Sumardaginn fyrsta og bjóðum við gesti hjartanlega velkomna.

Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir
Netfang: ingibjorg.osp.ottarsdottir [at] reykjavik.is
Sími: 411 6146

Anna Ben Blöndal, deildarstjóri á Drafnarsteini
Netfang: anna.blondal [at] reykjavik.is
Sími: 411 3630

Dagsetning viðburðar: 

sunnudagur, 30. apríl 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

10:00

Viðburður endar: 

19:00