Í minningu John Lennons

Sérstakt minningarhylki helgað John Lennon er nú til sýnis í tón- og mynddeild Borgarbókasafnsins í Grófinni. Auk þess geta gestir og gangandi sett inn hugleiðingar sínar um  Lennon og arfleifð hans í þar til gerða bók. Gert er ráð fyrir að bókin muni smám saman fyllast og síðan verða sett í geymslu þar til hún verður opnuð um leið og minningarhylkið 9. október 2040 þegar hundrað ár verða liðin frá fæðingu Lennons. Hylkið er eitt af nokkrum slíkum sem gert var í í samvinnu BoxofVision LCC, Rock and Roll Hall of Fame and Museum og Yoko Ono í tilefni af 70 ára fæðingarafmæli hans 9. október 2010 og falið tón- og mynddeild Borgarbókasafns til varðveislu. Líkt og undanfarin ár verða hylkið og bókin aðgengileg í safninu fram að dánardægri Lennons 8. desember.