Í leikjaheimi | Íslenskir tölvuleikir og hönnun þeirra

Í leikjaheimi | Íslenskir tölvuleikir og hönnun þeirra

Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi
16. mars – 15. apríl

Í tilefni af Hönnunarmars verður opnuð sýning í Gerðubergi helguð hönnun íslenskra tölvuleikja. Sýningin verður sett upp í tengslum við námsstefnuna Leikum okkur með menningararfinn sem haldin er föstudaginn 16. mars. Þar munu leikjaiðnaðurinn, söfn og stofnanir koma saman og eiga samtal um leikjavæðingu náttúru- og minjasafna.

Hægt verður að prófa þá leiki sem verið er að vinna að hér á landi með sérstaka áherslu á þá leiki sem leggja mikið upp úr hönnun. 

Meðal þátttakenda eru: Buds, LOKBRÁ, Sautjándi nóvember, Mussilla, Þrír, Vegg, Locatify og Gunnarsstofnun

Boðið verður upp á tæknismiðju sem tengist sýningunni fyrir krakka og verður auglýst síðar. 

Nánari upplýsingar veitir:
Guðrún Baldvinsdóttir
gudrun.baldvinsdottir [at] reykjavik.is
411 6182 / 661 6178

Dagsetning viðburðar: 

Föstudagur, 16. March 2018 to sunnudagur, 8. apríl 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

13:00

Viðburður endar: 

16:00