Í leiðinni | Gatan er greið; hjólaðu með!

hjól, hjólreiðar, samgönguhjólreiðar, Borgarbókasafnið, Hjólafærni, Árni Davíðsson

Árni Davíðsson talar um samgönguhjólreiðar

Menningarhús Spönginni, mánudaginn 24. apríl kl. 17:15-18:00

Aðstaða fyrir hjólandi vegfarendur fer sífellt batnandi í Reykjavík og þar er Grafarvogurinn engin undantekning. Nýlegar göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaárósa stytta leiðina úr Grafarvoginum í miðbæinn. 10 mínútur á hjóli og maður er kominn úr Spönginni í fuglaskoðun við Geldinganes eða í gróðurinn í Mosfellsbæ. Í kaupbæti er frítt eldsneyti, pump fyrir hjarta og blóðrás, framlag til umhverfisverndar og tækifæri til að njóta tilverunnar undir berum himni!

Árni Davíðsson frá Hjólafærni á Íslandi talar á léttum nótum um samvinnu í umferðinni, hindurvitni hjólreiða, hjólaleiðir, hjólamenningu, öryggi og hjólafærni, aðbúnað fyrir hjól og fjölbreytta samgöngumöguleika í borginni.

Allir velkomnir, ókeypis aðgangur.

Nánari upplýsingar veitir:
Sigríður Stephensen, deildarbókavörður
sigridur.steinunn.stephensen [at] reykjavik.is
s. 411 6230

 

 

 

 

Dagsetning viðburðar: 

mánudagur, 24. apríl 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

17:15

Viðburður endar: 

18:00