Í leiðinni | Frændur okkar Færeyingar

Færeyjar, Út úr þokunni, Þorgrímur Gestsson, Í leiðinni, Borgarbókasafnið, Reykjavik City Library

Þorgrímur Gestsson: Færeyjar - út úr þokunni

Menningarhús Spönginni, mánudag 26. febrúar kl. 17:15-18:00

Þorgrímur Gestsson hefur undanfarin ár ferðast um fornsagnaslóðir, skoðað staði og staðhætti sagnanna og tengt við söguþráð þeirra. Hann spjallar stuttlega um þetta verkefni og beinir aðallega sjónum að þriðju bókinni sem komin er út í tengslum við það, Færeyjar - út úr þokunni.

Þorgrímur segir frá rannsóknum sínum á tengslum staðhátta á eyjunum átján við Færeyingasögu, um tengsl Færeyja við Norðurlandasöguna og loks hvernig færeysk nútímamenning spratt upp og varð eins og hún er - og meðal annars upp úr hvaða jarðvegi hið færeyska ritmál hófst eftir að það hafði legið í láginni í einar fjórar aldir.

Þorgrímur Gestsson tók kennarapróf árið 1967 en sneri sér að blaðamennsku eftir stuttan kennaraferil og starfaði við dagblöð, tímarit og Ríkisútvarpið í þrjá áratugi. Síðustu tvo áratugina hefur hann stundað sjálfstæð ritstörf og sent frá sér 15 heimildabækur af ýmsum toga.

Verið öll hjartanlega velkomin!

Öll eru hjartaliga vælkomin!

Nánari upplýsingar vetir:
Sigríður Stephensen
sigridur.steinunn.stephensen [at] reykjavik.is
 

 

 

Dagsetning viðburðar: 

mánudagur, 26. febrúar 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

17:15

Viðburður endar: 

18:00