"Ég söng og fagnaði góðum gesti..."

Karlakór Grafarvogs, Borgarbókasafnið, Spöngin, kórtónleikar

Karlakór Grafarvogs syngur inn vorið

Menningarhús Spönginni, laugardaginn 29. apríl kl. 13

Kátir piltar á öllum aldri í Karlakór Grafarvogs syngja íslensk sveitalög í tilefni vorkomunnar. Þar skipa hestar, lömb og fuglar öndvegi, en einnig sveitasælan í sinni fegurstu mynd. Á söngskránni eru einnig erlend lög sem ríma við þá frjálslegu stemningu sem kórinn vill skapa á tónleikum sínum.

Karlakór Grafarvogs er ungur kór á mælikvarða karlakóra á Íslandi, sem flestir eru áratuga gamlir – ef ekki alda. Kórinn var stofnaður árið 2011 að frumkvæði Írisar Erlingsdóttur söngkennara, sem gengt hefur starfi kórstjóra Karlakórs  Grafarvogs frá upphafi. Einar Bjartur Egilsson leikur með kórnum á píanó.

Tónleikarnir á bókasafninu eru eins konar upptaktur fyrir vortónleika kórsins sem fara fram daginn eftir í Grafarvogskirkju. Piltarnir lofa því að menn og konur gangi út í vorið með sól í sinni og söng í hjarta, hvernig sem viðrar, eftir að hafa notið söngs Karlakórs Grafarvogs.

 

 

 

Dagsetning viðburðar: 

Laugardagur, 29. apríl 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

13:00

Viðburður endar: 

13:30