Árdokkurnar vorferð 2017

 • Árdokkurnar vorferð 2017

Ferðasaga

Eftir góðan vetur þar sem mörg meistarastykkin runnu af prjónunum, vandamál heimsins leyst, mikill hlátur, gleði og gaman vorum við svo brattar að það var ákveðið að vorferðin í ár yrði hvorki meira né minna en "utanlandsferð" og þann 23. maí síðastliðinn mættu nítján eldhressar og spenntar Árdokkur við bókasafnið í Árbæ klukkan korter í tíu um morguninn.
Skömmu síðar mætti þessi líka flotti nýji Benz frá Teiti Jónassyni með Óskar við stjórnvölin en hann var algjörlega frábær bílstjóri og ferðafélagi.
Síðan  var brunað sem leið lá í Land(sand)eyjarhöfn þar sem gamli Baldur sem var að leysa Herjólf af sigldi okkur yfir til Eyja. Það gaf nú aðeins á bátinn eins og við Grænland forðum en við létum það ekki á okkur fá enda annáluð hreystimenni.
Við byrjuðum á að fá okkur smá snarl í bakaríi og síðan var farið út á Stórhöfða þar sem  skyggnið var nánast ekkert. Við vorum nú ekkert að láta það á okkur fá og héldum okkar rúnti ótrauðar áfram inn í Herjólfsdal og skáluðum þar fyrir góðum degi í góðum félagsskap.
Þaðan var farið upp á hraun og niður á skans og á eftir í hið frábæra safn Eldheima sem segir sögu gossins árið 1973 í Eyjum mjög vel.
Svo var að sjálfsögðu kíkt í eitt gallerý og fatabúð sem heitir Smart og er eins og nafnið bendir til mjög smart  búð og fórum við margar þaðan með poka í hendi ;-)
Kvöldmaturinn var snæddur á Tanganum sem við getum vel mælt með á allan hátt, góð þjónusta og góður matur. Þar áttum þar saman góða stund en svo var lagt á hafið aftur klukkan níu.  Spilað var happdrætti, sögur sagðar og brandarar og vísur flugu í rútunni - en eins og vinur okkar Kristján heiti ég Ólafsson sagði "Við förum ekki nánar út í það" ;-)
Óskar, okkar góði bílstjóri, skilaði okkur glöðum og sáttum aftur við bókasafnið rétt fyrir miðnætti eftir vel heppnaðan dag í Eyjum í besta félagsskapnum.

 

 • Árdokkurnar vorferð 2017
 • Árdokkurnar vorferð 2017
 • Árdokkurnar vorferð 2017
 • Árdokkurnar vorferð 2017
 • Árdokkurnar vorferð 2017
 • Árdokkurnar vorferð 2017
 • Árdokkurnar vorferð 2017
 • Árdokkurnar vorferð 2017
 • Árdokkurnar vorferð 2017
 • Árdokkurnar vorferð 2017
 • Árdokkurnar vorferð 2017
 • Árdokkurnar vorferð 2017
 • Árdokkurnar vorferð 2017
 • Árdokkurnar vorferð 2017
 • Árdokkurnar vorferð 2017
 • Árdokkurnar vorferð 2017
 • Árdokkurnar vorferð 2017