Árbæjarskóli 50 ára | Myndlistarsýning

Árbæjarskóli 50 ára - sýning í menningarhúsi Borgarbókasafnsins í Árbæ

Borgarbókasafnið | Menningarhús Árbæ
Sýningin stendur til 19. maí

Árbæjarskóli verður 50 ára á vormánuðum og af því tilefni verður sýning á verkum nemenda.

Listaverkin á sýningunni er afrakstur nemenda í list- og verkgreinum og mun sýningin taka breytingum reglulega þegar verkunum er skipt út. Þannig verður hún lifandi og listaverk fleiri nemenda fá að njóta sín.

Árbæjarskóli er einn stærsti grunnskóli landsins með um 630 nemendur í 1. – 10. bekk. Skólinn hóf göngu sína í núverandi húsnæði árið 1966 en þá hafi hann starfað í tíu ár í bráðabirgðahúsnæði í samkomuhúsi á Árbæjarblettinum.

Nánari upplýsingar veitir:
Jónína Óskarsdóttir, deildarbókavörður
Netfang: jonina.oskarsdottir [at] reykjavik.is

Dagsetning viðburðar: 

Föstudagur, 19. maí 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

10:00

Viðburður endar: 

19:00