Á staðnum | Vattarsaumur

Handverksmiðja Vattarsaumur

Vattarsaumur

Borgarbókasafnið | Menningarhús Árbæ
Mánudaginn 25. september kl. 16:30-18:30  

Víkingakonurnar Agnes Jónsdóttir og Fanney Viktoría Kristjánsdóttir úr félagi sem heitir Víðförli koma í safnið og kenna vattarsaum.

Vattarsaumur er forn saumaðferð sem notuð var áður en Íslendingar lærðu að prjóna. Útliti vattarsaums svipar til hekls en aðferðin er ansi ólík. 

Notast er við þykkar nálar úr beini eða tré og í okkar tilfelli íslenskan lopa. Vettlingar, sokkar og efnistutlur gerðar með þessum hætti hafa fundist við fornleifauppgröft, meðal annars á Íslandi, og talið að vattarsaumaðir hlutir af þessu tagi séu að mestu leyti frá víkingaöld. Nú er tækifæri til þess að fá smjörþefinn af þessari fornu aðferð og læra að vattarsauma á gamla mátann.

EFNI: Hentugt garn er ein dokka af Álafosslopa sem þátttakendur koma með sjáfir. Gott er að hafa lopann ljósan á lit svo auðveldara sé að sjá hvernig þetta kemur út á meðan maður lærir. Leiðbeinendur útvega sérstakar nálar úr tré. Þeir sem vilja geta keypt nál á staðnum en það er ekki nauðsynlegt.

Nánari upplýsingar veitir: Jónína Óskarsdóttir.
jonina.oskarsdottir [at] reykjavik.is 

 

 

Dagsetning viðburðar: 

mánudagur, 25. september 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

16:30

Viðburður endar: 

18:30