Á staðnum | Ræktaðu þínar eigin matjurtir og blóm

Matjurtir

Auður I. Ottesen leiðbeinir með ræktun matjurtum og blómum

Mánudaginn 26. febrúar kl. 16.30-18.30
Borgarbókasafn | Menningarhús Árbæ

Ræktun er spennandi og virkilega gefandi verkefni þegar sólin fer að hækka á lofti. Uppskeran er svo verðlaunin því hvað er betra en glænýtt grænmeti og krydd beint úr garðinum. Auður I. Ottesen garðyrkjufræðingur og ritstjóri tímaritsins Sumarhússins og garðsins er reynslubolti í ræktun matjurta. Hún ætlar að leiðbeina með sáningu og ræktun því núna er einmitt tíminn til að huga að því með vaxandi birtu.

Auður ætlar að fara yfir ræktun og umönnun matjurta í máli og myndun. Hún segir frá mismunandi ræktunaraðferðum, kynnir fyrir gestum fjölda tegunda mat- og kryddjurta auk ætra sumarblóma sem hún notar í salatið yfir sumarið. Gestir geta spreytt sig á að sá fræjum í eigin potta.

Gott er að mæta með blómapotta til að sá í en við verðum með mold hér á safninu. Auður kemur með fræbréf sem hægt er að kaupa á staðnum. Þátttaka er gestum að kostnaðarlausu. Allir hjartanlega velkomnir með sól í sinni.

Allir velkomnir!

Nánari upplýsingar:
Jónína Óskarsdóttir
jonina.oskarsdottir [at] reykjavik.is

Dagsetning viðburðar: 

mánudagur, 26. febrúar 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

16:30

Viðburður endar: 

18:30