Á staðnum | pappírsklipp

Pappírsklipp

Á staðnum | pappírsklipp 

Þriðjudaginn 23. janúar kl. 16:30-18:30 
Leiðbeinandi er Kristín Arngrímsdóttir myndlistarmaður.

H.C. Andersen var mikill snillingur með skæri og pappír fyrir utan það að vera meistari ævintýranna. Nú býður Borgarbókasafnið í Árbæ upp á pappírsklipp í hans anda. Í boði verður að spreyta sig á bæði auðveldu og erfiðara viðfangsefni í klippinu allt eftir löngun og getu hvers og eins.

Námskeiðið er ekki ætlað yngri börnum. 

Á staðnum eru skæri og efniviður, en þeir sem eiga góð skæri eru hvattir til að taka þau með.

Nánari upplýsingar veitir: Jónína Óskarsdóttir
jonina.oskarsdottir [at] reykjavik.is

Dagsetning viðburðar: 

Þriðjudagur, 23. janúar 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

16:30

Viðburður endar: 

18:30