Bókmenntir

Í Borgarbókasafni er mikill metnaður lagður í að vekja athygli á bókmenntum og hvetja almenning til lesturs. Þetta er gert á margvíslegan hátt, svo sem með útstillingum, bókmenntaviðburðum, bókmenntavef, bókmenntagöngum, leslistum og öðru.

Jafnframt bendum við lánþegum okkar á Rafbókasafnið þar sem nálgast má fjöldann allan af raf- og hljóðbókum. Upplýsingar um innskráningu í Rafbókasafnið má nálgast hér.