Um áramótin opnuðu Evelyn Rodriguez og Óli Geir Jóhannesson nýtt kaffihús undir heitinu Cocina Rodrígues í Gerðubergi. Þau bjóða gesti velkomna með bros á vör og reiða fram huggulegar veitingar á degi hverjum fyrir gesti og gangandi. Þau sjá einnig um að þjóna viðskiptavinum hússins og bera fram veitingar fyrir fundar- og ráðstefnugesti. Maturinn er allur heimatilbúinn úr íslensku hráefni en með skemmtilega framandi ívafi því Evelyn á rætur að rekja til Dómíniska lýðveldisins. Óli er líka ansi liðtækur í bakstrinum og ilmurinn af kökunum hans svíkur engan.

Evelyn Rodríguez og Óli Geir Jóhannesson

Farandsýningin Þetta vilja börnin sjá! sem opnuð var í Gerðubergi 22. janúar s.l. fer á flakk um landið eins og hefðin segir til um. Við hvetjum þá sem eru í forsvari fyrir sýningarstöðum á landsbyggðinni að sækja um að fá sýninguna. Á undanförnum árum hefur sýningin verið sett upp á 5-6 stöðum víðsvegar um landið.

Frá opnun sýningarinnar Þetta vilja börnin sjá
Frá opnun sýningarinnar Þetta vilja börnin sjá
Frá opnun sýningarinnar Þetta vilja börnin sjá
Frá opnun sýningarinnar Þetta vilja börnin sjá

Um helgina stendur yfir Vetrarhátíð í Reykjavík og nær hún hámarki á Safnanótt, föstudaginn 3. febrúar. Á bókasafninu ætlum við við að bregða á leik þar sem boðið verður upp á ljósasirkus, ratleiki, draugasögur og laserhörpu og gagnverkan ljósleikvöll. Dagskráin fer fram í Grófinni og Gerðubergi.

Grófin, föstudaginn 3. febrúar (Safnanótt)
18 - 23: Laserhörputónleikar
18 - 19: Ratleikir fyrir börn
18, 18.30 & 19: Draugasögur

Dagskrár Vetrahátíðar í Borgarbókasafninu.

að þú leigir þér listaverk í Artótekinu í Grófinni.

Á Bókmenntavefnum er lifandi umfjöllun um nýjar bækur

Menningarkorti Reykjavíkur. Árskort í helstu söfn borgarinnar - menningarkort.is

Leshringurinn konu- og karlabækur
01 okt

að þú leigir þér listaverk í Artótekinu í Grófinni.

að líta við í Höfðingja, bókabílnum okkar sem keyrir um alla borg með bækur.

að heimsækja Borgarbókasafnið í Kringlunni eftir verslunarferð í Kringluna.